Einstök eftirvænting ríkir í Leikskóla Seltjarnarness þessa dagana, en fimmtudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur um allt land
Einstök eftirvænting ríkir í Leikskóla Seltjarnarness þessa dagana, en fimmtudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur um allt land. Allar tíu deildir Leikskólans æfa nú af kappi fyrir stóra daginn og endurómar söngur og hljóðfærasláttur í öllum skúmaskotum skólans. Til að fagna deginum ætla börnin að koma saman á Eiðistorgi á fimmtudeginum kl. 15 og syngja fyrir foreldra, afa og ömmur og alla sem leið eiga um torgið.
Það eru tónmenntakennararnir Ólöf María Ingólfsdóttir og Sesselja Kristjánsdóttir sem eiga veg og vanda að dagskránni og leiða sönginn á þessum stóra degi barnanna. Allir eru hvattir til að mæta og samfagna með börnunum sem leggja mikinn metnað í að allir skemmti sér sem best.