Föstudaginn 11. desember kl. 18 munu nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla sýna söngleikinn Chicago í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. Þar gefur að líta hæfileikarík ungmenni sem sýna listir sínar í leik, söng og dansi.
Sýningin er haldin til styrktar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans eða BUGL. Hefur félagsmiðstöð Seltjarnarnesbæjar Selið haft veg og vanda að uppsetningu verksins.
Miðasala í Félagsheimilinu opnar kl. 17 á föstudaginn 10. desember. Þá er einnig hægt að nálgast miða í Félagsmiðstöðinni Selinu við Suðurströnd alla virka daga á milli kl. 13-19 eða kl. 20-22.
Er áhugafólk um geðheilsu barna og unglinga hvatt til að mæta, njóta og um leið styrkja góðan málstað. Andvirði seldra miða rennur óskipt til BUGL.