Fara í efni

Snillingarnir í 8. bekk Valhúsaskóla taka þátt verkefni Barnaheilla -  Jólapeysan 2013

Hugmyndin að því að taka þátt í söfnuninni kom fram af því að söfnunin tengist námsefni sem við erum að læra í þemavinnu 8. bekkjar þessar vikurnar. Í þemanámi í Valhúsaskóla er unnið að samþættingu í náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni.

Hugmyndin að því að taka þátt í söfnuninni kom fram af því að söfnunin tengist námsefni sem við erum að læra í þemavinnu 8. bekkjar þessar vikurnar. Í þemanámi í Valhúsaskóla er unnið að samþættingu í náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni. Námsefnið í þemanáminu er kennt í lotum og þessa stundina er viðfangsefni þemanámsins mismunandi lífsskilyrði á jörðinni þar sem við berum saman lífsskilyrði og kjör einstaklinga í mismunandi heimshlutum og þá er að sjálfsögðu nauðsynlegt að kanna kjör Íslendinga.

Með þátttöku í söfnuninni og verkefnavinnunni í þemanu er markmiðið enn fremur að nemendur geti:

  • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill
  • fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum
  • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum
  • sinnt velferð og hag samferðafólks síns

Við viljum leggja okkar af mörkum og hjálpa íslenskum börnum sem búa við fátækt. 

Sjá áheitasíðu 8. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness -  Jólapeysan 2013

8. bekkur Grunnskóla Seltjarnarness


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?