Fara í efni

Smit í Valhúsaskóla - allir nemendur sendir heim í varúðarskyni 

Upp hefur komið smit hjá nemanda í Valhúsaskóla. Í varúðarskyni var skóli felldur niður í dag og allir nemendur sendir heim á meðan smitrakningarteymið finnur út tengsl og hversu víðtæk áhrifin verða á skólastarfið.

Upp hefur komið smit hjá nemanda í Valhúsaskóla. Í varrúðarskyni var skóli felldur niður í dag og allir sendir heim á meðan á smitrakningu stendur. Unnið er samkvæmt ákveðnu ferli um smit í skólum og verður nánari tilkynning send út til nemenda og foreldra um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Mælst er til þess að allir nemendur í Valhúsaskóla haldi sig alfarið heima í dag eða þar til annað hefur verið gefið út.

Í ljósi þessa hefur öll tónlistarkennsla nemenda 7. - 10. bekkjar í Tónlistarskóla Seltjarnarness verið felld niður í dag auk þess sem sem æfingar hjá íþróttafélaginu Gróttu falla niður hjá sama aldurshópi. Fermingarfræðsla í Seltjarnarneskirkju fellur ennfremur niður dag.

Þessar forvarnaraðgerðir í dag eiga eingöngu við um Valhúsaskóla og ná ekki til nem­enda 1-6 bekk í Mýr­ar­hús­skóla, enda eru þau í ann­arri bygg­ingu.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?