Fara í efni

Smávélar í stað hefðbundinna tölva

Seltjarnarnesbær hefur samið við Nýherja um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarins til næstu fimm ára. Nýherji mun annast rekstur upplýsingakerfa bæjarins.

Seltjarnarnesbær hefur samið við Nýherja um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarins til næstu fimm ára. Nýherji mun annast rekstur upplýsingakerfa bæjarins. Það á bæði við um notendaþjónustu við stofnanir þess og útvistun á miðlægum tæknibúnaði, s.s. rekstur netþjóna og netkerfa. 


Samhliða þessu hyggst Seltjarnarnesbær skipta út hefðbundnum tölvum úr tölvuverum sínum fyrir sýndartölvur, sem eru smávélar án stýrikerfa, diska, minnis og örgjörva og eru talsvert ódýrari í rekstri en hefðbundnar PC tölvur.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?