Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnarnesi gaf á dögunum Björgvinsbelti til nota í öllum björgunarskipum Landsbjargar á landinu, 14 talsins.
Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnarnesi gaf á dögunum Björgvinsbelti til nota í öllum björgunarskipum Landsbjargar á landinu, 14 talsins.
Þetta var gert í tilefni af 20 ára afmæli Vörðunnar. Til að veita gjöfinni viðtöku mættu fulltrúar frá þremur bátasjóðum þ.e. Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík/Seltjarnarnesi á aðalfund slysavarnadeildarinnar Vörðunnar.
Björgvinsbeltið sem Björgvin Sigurjónsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, fann upp fyrir um 25 árum, kom á markað á síðasta ári í endurnýjaðri mynd og hófst þá formlegt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um sölu þess hér á landi og erlendis. Átakinu er ætlað að skila tekjum inn í bátasjóð Landsbjargar og styðja þannig rekstur
björgunarskipanna.