Slíjm sf. býður gestum í heitt þarabað og undirtóna hafsins í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunarmannahelgina.
Slíjm sf. býður gestum í heitt þarabað og undirtóna hafsins í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi um verslunarmannahelgina.
Baðstundir eru eftirfarandi og panta þarf tíma á:
fax@miskates.re sunnudag 4. ágúst og mánudag 5. ágúst, kl. 11:00, 12:30, 14:00, 15:30, 21:00 og 22:30.
Í slíjmböðin er notaður þari, heitt vatn og sjór – allt auðlindir sem við eigum töluvert af hér á landi. Þarinn leikur um holdið, nærir andann og hverja frumu – stútfullur af kraftaverkasöltum og slímugum steinefnum. Með böðunum vill Slíjm ýta undir nýtingu þeirra auðæfa sem finna má í náttúrunni – hið innra sem hið ytra.
Slíjmböðin svokölluðu er rannsóknarverkefni sem miðar að útvíkkun baðmenningar Íslendinga en þaraböð eru vel þekkt í mörgum samfélögum, m.a. á Írlandi þar sem þau eiga sér langa sögu og eru annáluð fyrir heilnæmi. Rannsóknin verður skrásett og gefin þeim sem áhuga hafa á uppsetningu slíkra baða til sjávar og sveita. Lítið hefur verið um böð af þessu tagi á Íslandi en sem stendur býður Sjávarsmiðjan á Reykhólum upp á þaraböð og búa að talsverðri reynslu og þekkingu á þessu sviði.
Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði Auroru og unnið í samstarfi við Seltjarnarnesbæ.
Sérstakar þakkir fær Ísleifur Jónsson ehf. fyrir baðkör, þekkingu og samstarf.
Nánari upplýsingar veita
Kristín Gunnarsdóttir í s. 663 7364 og
Edda Kristín Sigurjónsdóttir í s. 897 4062