Fara í efni

Skreiðarhjallarnir endurreistir

Gömlu skreiðarhjallarnir sem prýtt hafa annesið vestast á Seltjarnarnesi svo lengi sem elstu menn muna voru endurreistir á dögunum Þetta framtak bæjarins hefur vakið nokkra athygli og mælst vel fyrir hjá mörgum.

SkreiðarhjallarGömlu skreiðarhjallarnir sem prýtt hafa annesið vestast á Seltjarnarnesi svo lengi sem elstu menn muna voru endurreistir á dögunum Þetta framtak bæjarins hefur vakið nokkra athygli og mælst vel fyrir hjá mörgum.

Myndlistarskólinn í Reykjavík fagnaði endurkomu hjallanna með því að setja þar upp listbúðir sem starfræktar verða í maí. Um 150 börn taka þátt í listbúðunum en við listsköpun munu þau vinna með efni úr fjörunni og það rými sem hjallarnir bjóða upp á.

Húsbyggingar í fjöruUm nokkur námskeið er að ræða og hefjast þau öll með degi í fjörunni við Gróttu þar sem skreiðarhallarnir eru skoðaðir og síðan notaðir sem útgangspunktur í vinnu barnanna. Vonir standa til þess að vinna Myndlistaskólans með arkitektúr sem útgangspunkt sé einungis upphafið að vinnu fleiri íslenskra grunnskólabarna í framtíðinni. Einnig er mögulegt að efni listbúðanna verði gefið út á bók sem áætlað er að komi út í tilefni 60 ára afmælis Myndlistaskólans á næsta ári.

Húsbyggingar í fjöru


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?