Skólahald skv. stundaskrá á morgun hjá 7., 8. og 10. bekk en eftir samráð við smitrakningarteymið er niðurstaðan sú að nemendur í 9. bekk ásamt 6 kennurum verða í úrvinnslusóttkví meðan að málið er rannsakað betur.
Eftir samráð við smitrakningarteymið í dag er niðurstaðan sú að nemendur í 9. bekk ásamt 6 kennurum verða í úrvinnslusóttkví meðan að málið er rannsakað betur. Aðrir árgangar Valhúsaskóla þ.e. 7., 8. og 10. bekkur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá á morgun, miðvikudaginn 23. september.
Skólastjórnendur hafa þegar sent út tilkynningar til foreldra og forráðamanna í gegnum Mentor og munu halda því áfram ef eitthvað breytist.