Í gær, miðvikudag 18. júní, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Í gær, miðvikudag 18. júní, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Það voru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar sem tóku það að sér en skömmu áður undirrituðu ráðherrarnir og bæjarstjóri samning um heimilið að bæjastjórnarskrifstofu Seltjarnarness að Austurströnd 2.
Að lokninni skóflustungu var viðstöddum boðið í veitingar í safnhúsinu við Safnatröð.
Á mynd talið frá vinstri: Jón Jónsson, Magnús Erlendsson, Bára Westmann, Bjarni Benediktsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Sólveit Tryggvadóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Ingibjörg Bergsveinsdóttir
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra ásamt nýkjörinni bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við undirskrift samnings um hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi
Ein rómaðasta staðsetning Nessins
Bygging hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi markar tímabót í byggingarsögu bæjarfélagsins.Því hefur verður fundinn staður á einum rómaðasta útsýnisstað á Nesinu, við norðurtún Nes II, þar sem nú heitir Safnatröð.
Hjúkrunarheimilið mun hýsa 40 íbúðir þar sem áhersla er lögð á að umhverfi og aðaðbúnaður líkist hefðbundnum einkaheimilum í notalegu umhverfi. Um leið miðast hönnunin að því að mæta þörfum fólks sem hefur skerta getu til athafna. Byggingin er á einni hæð, án stiga og gott aðgengi er að henni. Bílastæði og aðstaða til útiveru eru einnig opin og afar aðgengileg. Hið nýja hjúkrunarheimili býður upp á aðstæður sem stuðla að vellíðan þeirra sem þar dvelja, jafnt heimilismanna sem starfsfólks og aðstandenda. Forsendur byggingarinnar grundvallast á stefnu og viðmiðum velferðarráðuneytisins í öldrunarmálum.
Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið til notkunar um áramótin 2015/2016.
Seltjarnarnesbær annast hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Björn Guðbrandsson arkitekt frá Arkís ehf. er arkitekt hússins.