Fara í efni

Skipulag vegna hjúkrunarheimilis í auglýsingu

Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 vegna byggingar á þrjátíu hjúkrunarrýmum fyrir eldri Seltirninga ásamt dagvist aldraðra og annarri stoðþjónustu.

Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 vegna byggingar á þrjátíu hjúkrunarrýmum fyrir eldri Seltirninga ásamt dagvist aldraðra og annarri stoðþjónustu.

Í tillögunni felst áður samþykkt stefnumörkun bæjarstjórnar um staðsetningu hjúkrunarheimilisins nágrenni kirkjunnar eins og komið hefur fram áður.

Í tillögunni er sérstaklega leitast við að fyrirhuguð bygging falli sem best að landslagi, gæti að útsýni af Valhúsahæð. Jafnframt er áformað að skapa góðar stígatengingar við Valhúsahæð og nágrenni.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?