Fara í efni

Skemmtilegt rithöfundakvöld

Velheppnað rithöfundakvöld var haldið á bókasafninu nýverið en um er að ræða einn af árvissu hápunktunum fyrir jólin.
Frá rithöfundakvöldinu
Frá rithöfundakvöldinu

Það var fjölmenni og góð stemning þegar að fjórir rithöfundar lásu upp úr og ræddu nýútkomnar bækur sínar undir stjórn Huldars Breiðfjörð rithöfundar þann 22. nóvember sl. Boðið var upp á veitingar í hléi og virtust gestir skemmta sér hið besta að heyra um söguna á bakvið bækurnar og heyra rithöfundana lesa valda kafla úr bókum sínum.

Rithöfundarnir að þessu sinni voru:

  • Guðrún Eva Mínvervudóttir - Útsýni

  • Snæbjörn Arngrímsson - Eitt satt orð

  • Pétur Gunnarsson - Játningarnar

  • Bergþóra Snæbjörnsdóttir - Allt sem rennur.

Hægt er að horfa á upptökur frá rithöfundakvöldinu á FB síðu bókasafnsins.

Rithöfundakvöldið fyrir hlé

Rithöfundakvöldið eftir hlé

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?