Fara í efni

Silkitoppur á Seltjarnarnesi

Silkitoppur ásamt svartþresti gerir sig heimakominn hjá Vilhjálmi Lúðvíkssyni en þessar myndir voru teknar af þessum fallegu fuglum í garði hans við Valhúsabraut. 

Silkitoppur ásamt svartþresti gerði sig heimakominn hjá Vilhjálmi Lúðvíkssyni en þessar myndir voru teknar af þessum fallegu fuglum í garði hans við Valhúsabraut. Svartþrösturinn sem verpti líklega fyrst vorið 2007 á Seltjarnarnesinu er orðinn algengur garðafugl um allt Nesið. Varpið hefur því tekist vel og greinilegt er að Seltjarnarnesbúar taka þessum nýbúum vel og er duglegt að gefa smáfuglunum. Gaman væri ef silkitoppan ílentist og íslenskaði sig. Hver veit með vaxandi grósku og árvissari uppskeru af reyniberjum og ávaxtatrjám sem nú er farið að rækta.

Silkitoppar Silkitoppar

Svartþröstur


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?