Fara í efni

Seltjarnarnesið á tímaflakki

Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar tók Kristinn Örn Guðmundsson hjá fyrirtækinu 3ernir saman myndband og sýndi afmælisgestum á hátíðarhöldunum á Eiðistorgi 9. apríl, en fyrirtæki hans er staðsett á 2. hæð Eiðistorgs.

Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar tók Kristinn Örn Guðmundsson hjá fyrirtækinu 3ernir saman myndband og sýndi afmælisgestum á hátíðarhöldunum á Eiðistorgi 9. apríl, en fyrirtæki hans er staðsett á 2. hæð Eiðistorgs.


Á myndbandinu getur að líta myndir sem Guðmundur Kristinsson, faðir Kistins Arnar, tók á 8mm vídeóvél, en elstu myndirnar eru teknar í kringum 1973-1975. 

Myndefnið er frá leikskólanum í Fögrubrekku, aldarafmæli Mýrarhúsaskóla, Mýrarhúsabrunanum og fleiri stöðum. Auk þess er að finna myndefni sem Kristinn Örn hefur tekið í gegnum árin á dv videovél og SONY-XDCAM í háskerpu (HD) og ljósmyndir frá honum. 

Hjlóðvinnsla og klipping var í höndum Kristins Arnar. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir að halda þessu myndefni til haga, setja það saman og deila því með okkur Seltirningum. 

https://vimeo.com/user2609413/review/91638404/fd6766b08c

Seltjarnarnesið á tímaflakki

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?