Fara í efni

Seltjarnarnesbær veitir jafnréttisviðurkenningu á kjörtímabilinu 2010 - 2014

Bókasafn Seltjarnarness, Grunnskóli Seltjarnarness og Tónlistarskóli Seltjarnarness hlutu jafréttisviðurkenningar Seltjarnarnesbæjar

Seltjarnarnesbær veitti þann 8. maí jafnréttisviðurkenningu bæjarins en slík viðurkenning er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Bókasafn Seltjarnarness, Grunnskóli Seltjarnarness og Tónlistarskóli Seltjarnarness hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Bókasafn Seltjarnarness hefur staðið fyrir sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja þá til og stuðla að lestri bóka. Í því skyni hefur bókasafnið fengið rithöfund til að ræða vítt og breytt um mátt og megin bókarinnar með því að bjóða þeim í heimsókn á Bókasafn Seltjarnarness. Á bókasafninu hafa einnig verið kynntar bækur sem fallið geta að bókmenntaáhuga ungra manna. Vitundarvakningin fór fram s.l. vetur.

Grunnskóli Seltjarnarness hefur unnið Jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir skólann sem tekur annars vegar til nemenda og hins vegar til starfsfólks. Þessi stefna var kynnt á vordögum 2012. Jafnréttis- og mannréttindastefnan byggir m.a. á jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Með stefnunni uppfyllir skólinn 18. grein jafnréttislaga um að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

Tónlistarskóla Seltjarnarness hefur tekist að laða konur jafnt sem karla til starfa og stúlkur jafnt sem drengi til náms. Við skólann starfa 14 karlar í rúmlega 8 stöðugildum og 9 konur í tæplega 6 stöðugildum. 113 stúlkur og 101 drengur stunda nú nám við skólann. Skólanum hefur þannig tekist að skapa blandaðan vinnustað og námsumhverfi þar sem færni og hæfileikar beggja kynja fá notið sín.

Við undirbúning viðurkenningarinnar var sent bréf til allra stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi, bæði yfirmanna og starfsmanna þar sem þeim var gefin kostur á að tilnefna sitt fyrirtæki til jafnréttisviðurkenningar. Með bréfinu var sendur gátlisti þar sem hægt var að fara yfir í hvaða atriðum vel væri gert í jafnréttismálum. Tilnefningar bárust frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. 

 
Ragnar J'onsson, Ólína Thoroddsen, Gylfi Gunnarsson, Snorri Aðalsteinsson, Soffía Karlsdóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir
Á myndinni eru Ragnar Jónsson í jafnréttisnefnd, Ólína Thoroddsen skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri, Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness og Guðrún Vilhjálmsdóttir formaður jafnréttisnefndar Seltjarnarness.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?