Í dag, fimmtudaginn 8. maí kl. 16, mun Seltjarnarnesbær veita við hátíðlega athöfn jafnréttisviðurkenningu bæjarins en slík viðurkenning er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Við undirbúning viðurkenningarinnar var sent bréf til allra stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi, bæði yfirmanna og starfsmanna þar sem þeim var gefin kostur á að tilnefna sitt fyrirtæki til jafnréttisviðurkenningar. Með bréfinu var sendur gátlisti þar sem hægt var að fara yfir í hvaða atriðum vel væri gert í jafnréttismálum. Tilnefningar bárust frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.
Athöfnin fer fram í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á 2. hæð Eiðistorgs, innan af Bókasafninu.