Fara í efni

Seltjarnarnesbær undirritar fyrstur samning um Öruggt samfélag

Seltjarnarnesbær varð föstudaginn 29. október fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ganga formlega til liðs við verkefni Alþjóða heilbrigðis­mála­stofnunar­innar (WHO) og Lýðheilsustöðvar um Öruggt samfélag, þegar bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, og forstjóri Lýðheilsustöðvar, Margrét Björnsdóttir, undirrituðu samning þar um.

Margrét Björnsdóttir og Ásgerður HalldórsdóttirSeltjarnarnesbær varð föstudaginn 29. október fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ganga formlega til liðs við verkefni Alþjóða heilbrigðis­mála­stofnunar­innar (WHO) og Lýðheilsustöðvar um Öruggt samfélag, þegar bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, og forstjóri Lýðheilsustöðvar, Margrét Björnsdóttir, undirrituðu samning þar um.

Með samningnum og formlegri aðild sinni að verkefninu er Seltjarnarnesbær fyrst íslenskra sveitarfélaga og samfélaga til að feta markvisst þá braut sem leitt getur til þess að bærinn verði síðar formlega lýstur „öruggt samfélag“ í skilningi Alþjóða heilbrigðis­mála­stofnunar­innar (WHO).

Í fyrstu grein saminginsins segir: 

 „Seltjarnarnesbær skuldbindur sig til þátttöku í verkefninu Öruggt samfélag sem Lýðheilsustöð stendur að. Seltjarnanesbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem tekur þátt í þessu verkefni og er því um reynslusveitarfélag að ræða. Markmið verkefnisins er að efla slysa- og ofbeldisvarnir í bæjarfélaginu og auka þannig öryggi og velferð íbúa Seltjarnarness. Stefnt er að því að lágmarka slysatíðni eins og mögulegt er sem og tíðni ofbeldisverknaða.
Hugmyndafræði verkefnisins er sótt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en verkefnið Safe Community, „Öruggt samfélag“ hefur verið starfrækt á alþjóðavísu frá árinu 1989“

Öruggt samfélagÍ tengslum við kynningu og undirbúning á Evrópuráðstefnu samtakanna um Öruggt samfélag  (The European Safe Community Network) sem haldin var í Reykjavík í vor, ákvað Seltjarnarnesbær að leita eftir aðild að samstarfinu um Öruggt samfélag. Á sömu ráðstefnu var Lýðheilsustöð formlega lýst miðstöð samstarfs um Öruggt samfélag (Affiliated Support Safe Community Centre) og þess alþjóðlega tengslanets sem það byggir á. 

Samingurinn sem nú var undirritiaður er sá fyrsti sem Lýðheilsustöð gerir sem slík miðstöð fyrir Örugg samfélög — og Seltjarnarnesbær er fyrsta samfélagið á Íslandi sem gerir slíkan samning. Tengslanetið (The European Safe Community), sem kallað hefur verið Öruggt samfélag á íslensku, hefur það að markmiði að stuðla að samstarfi allra þátttakenda, s.s. einstaklinga, sveitarfélaga, opinberra stofnana og grasrótarsamtaka í Evrópu sem vilja vinna gegn slysum, ofbeldi og líkamstjóni.

Við undirritun samnings um öruggt samfélag Við undirritun samnings um öruggt samfélag

Öruggt samfélag getur verið af hvaða stærð eða gerð sem er; Borg, bær, hreppur eða hverfi innan borgar, jafnvel skóli..

Sex stoðir

Að undirskrift samningsins lokinni flutti Rósa Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri slysavarna og tengiliður Lýðheilsustöðvar við verkefnið.

Í erindi Rósu kom m.a. fram að samfélög sem vilja komast á skrá yfir Örugg samfélög, og hljóta útnefningu sem slík, þurfa að uppfylla eftirfarandi sex viðmið:

  1. Innra skipulag um verkefnið sé byggt á samstarfi við hagsmunaaðila um framgang öryggis í samfélaginu og stýrt af hópi sem samsettur er af fulltrúum allra helstu þátttakenda.
  2. Varanlegar langtímaáætlanir séu gerðar, þar sem tekið er á málefnum beggja kynja og allra hópa, aldurs, svæða og aðstæðna.
  3. Sérstakar áætlanir séu gerðar til að efla öryggi skilgreindra áhættuhópa og viðkvæmra hópa í samfélaginu, sem og áætlanir fyrir varasama staði.
  4. Fastar verklagsreglur séu um skráningu slysa og annarra líkamsmeiðsla, orsakir þeirra og tíðni.
  5. Reglur séu um mat aðgerðaáætlana, framkvæmd þeirra og afleiðingar breytinga sem gerðar eru.
  6. Viðvarandi þátttaka sé í samstarfi Öruggra samfélaga, bæði innanlands og utan.

Guðrún Guðmundsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir.
Talið frá vinstri: Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri geðræktar á Lýðheilsustöð; Hildigunnur Magnúsdóttir félagsráðgjafi og tengiliður Seltjanarnesbæjar við verkefnið um öruggt samfélag; Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar; Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Rósa Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri slysavarna á Lýðheilsustöð. 

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?