Fara í efni

Seltjarnarnesbær skipti á sléttu

Samkomulag hefur verið undirritað milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka, ÍAV um lóðaskipti en þau voru samhljóða samþykkt í bæjarstjórn fyrr í vor.

Samkomulag hefur verið undirritað milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka, ÍAV um lóðaskipti en þau voru samhljóða samþykkt í bæjarstjórn fyrr í vor.

Seltjarnarnesbær eignast aftur 36% af lóðarréttindum á Hrólfsskálamel, með byggingarrétti til að reisa þar um 4.100 fermetra hús á lóðinni sem samsvarar rými fyrir um 30 íbúðir. Á móti fær ÍAV til baka lóðarhluta bæjarins á svokallaðri Lýsislóð í Reykjavík.

Tilgangurinn með lóðaskiptunum er að hafa áhrif á uppbyggingu á Hrólfsskálamel með áherslu á bjóða upp á húsnæði fyrir ungt fjölskyldufólk.

Seltjarnarnesbær telur að vænta megi mikillar eftirspurnar eftir nýjum vel hönnuðum íbúðum á þessum ákjósanlega byggingarreit. Staðsetningin er einstök á höfuðborgarsvæðinu, örstutt í alla þjónustu svo sem leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla,  íþróttahús, sundlaug, heilsugæslu og verslanir.  Lögð verður áhersla á samráð við íbúa um útfærslu íbúðanna.  Lóðarhafar munu vinna áfram að uppbyggingu svæðisins til hagsbóta fyrir báða aðila.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?