Fara í efni

Seltjarnarnesbær – Ráðning skólastjóra

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að ráða Sigfús Grétarsson í starf skólastjóra við grunnskóla bæjarins. Skólanefnd mælti með ráðningu Sigfúsar með 4 atkvæðum af 5 en minnihlutinn klofnaði í afstöðu sinni til ráðningarinnar. Sigfús tekur við starfinu 1. ágúst en mun hefja störf tengd undirbúningi á næstunni. Sigfús er núverandi skólastjóri Valhúsaskóla og hefur gegnt því starfi frá árinu 1998.

Sigfús GrétarssonBæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að ráða Sigfús Grétarsson í starf skólastjóra við grunnskóla bæjarins. Skólanefnd mælti með ráðningu Sigfúsar með 4 atkvæðum af 5 en minnihlutinn klofnaði í afstöðu sinni til ráðningarinnar. Sigfús tekur við starfinu 1. ágúst en mun hefja störf tengd undirbúningi á næstunni. Sigfús er núverandi skólastjóri Valhúsaskóla og hefur gegnt því starfi frá árinu 1998.

Sigfús Grétarsson var valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. Skólanefnd telur Sigfús uppfylla best allra umsækjenda áskildar kröfur í auglýsingu sem og ákvæði laga nr. 86/1998 um lögverndun, þ.e. 2. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 23. gr. Sigfús hefur bæði kennsluréttindi og kennslureynslu á grunnskólastigi.

Sigfús hefur lengsta reynslu umsækjenda sem skólastjóri, samtals tæplega 20 ár og hefur langa og farsæla stjórnunarreynslu. Hann hefur auk þess víðtæka framhaldsmenntun m.a. frá Háskólanum í Stuttgart, BA- próf frá HÍ í íslensku og þýsku, 15 ein. cand mag frá HÍ, diploma í stjórnendafræðum frá KHÍ  auk þess sem hann hefur stundað nám við HÍ á yfirstandandi skólaári í fræðslustörfum og stjórnun.  Hann hefur starfsreynslu við kennslu á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Þá hefur Sigfús reynslu af sveitarstjórnarmálum og hefur m.a. setið sem varamaður í sveitarstjórn og átt sæti í nefndum á vegum sveitarstjórnar.

Það er mat skólanefndar, m.a. eftir að hafa farið yfir gögn varðandi umsækjendur og átt við þá viðtöl, að fyrri störf Sigfúsar, starfsreynsla, menntun o.fl. séu með þeim hætti að það samrýmist best þeim áherslum sem eru í skólastarfi grunnskóla Seltjarnarness og geri hann hæfastan umsækjenda.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?