Fara í efni

Seltjarnarnesbær og Þyrping hafa samið um skipulagsmál á Bygggarðareit

Með samkomulagi Seltjarnarsbæjar og Þyrpingar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 30. ágúst síðastliðinn, er mikilvægum áfanga náð.  Viðkomandi aðilar hafa nú leyst úr ágreiningi sem ríkt hefur á milli þeirra sl. tvö ár vegna skipulagsmála á Bygggarðareitnum.

Með samkomulagi Seltjarnarsbæjar og Þyrpingar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 30. ágúst síðastliðinn, er mikilvægum áfanga náð.  Viðkomandi aðilar hafa nú leyst úr ágreiningi sem ríkt hefur á milli þeirra sl. tvö ár vegna skipulagsmála á Bygggarðareitnum.  Samkomulagið byggir á gildandi aðalskipulagi fyrir árin 2006 til 2024 og skipulagsrammanum sem bæjarstjórn staðfesti í desember 2009, sbr. samþykkt Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness frá 3. desember á sama ári.

Samkomulagið er mjög jákvætt skref í uppbyggingu samfélagsins á Nesinu. Það mun styrkja samfélagið verulega og auka tekjur bæjarsjóðs, sem auðveldar okkur að hafa Nesið áfram sem eitt af bestu bæjarfélögum landsins. Það eru ekki margir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem nálgast að vera jafn fallegt byggingarsvæði eins og Bygggarðasvæðið. Það er því mikil gleðistund fyrir íbúa Seltjarnarness, að aðilar hafi náð saman um þetta verkefni.

Með þessu tímamótandi samkomulagi er nú hægt að hefjast handa við nauðsynlega uppbyggingu svæðisins. Á næstu vikum hefst ferlið við gerð deiliskipulags fyrir þetta einstaka svæði. Nálægðin við hafið og Gróttu er einstakt. Því þarf að huga að mörgum þáttum, stórum sem smáum, við hönnun svæðisins sem er einstök náttúrparadís. Bærinn mun leiða undirbúningsstarfið og hafa forgöngu um gerð deiliskipulags.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?