Fara í efni

Seltjarnarnesbær nýtir sér heimild til greiðslu tímabundinna launaviðbóta.

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar s.l. að nýta að fullu heimild Launanefndar sveitarfélaga til greiðslu tímabundinna launaviðbóta við gildandi kjarasamning Félags leikskólakennara, Starfsmannafélag Seltjarnarness og Eflingar.

Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar s.l. að nýta að fullu heimild Launanefndar sveitarfélaga til greiðslu tímabundinna launaviðbóta við gildandi kjarasamning Félags leikskólakennara, Starfsmannafélag Seltjarnarness og Eflingar.

Um er að ræða hækkun launa leikskólakennara og starfsmenn félaga sem gert hafa samning um starfsmat við Launanefnd sveitarfélaga. Launahækkanir fela bæði í sér launaflokkatilfærslur og eingreiðslur á grunvelli heimildar Launanefndar sveitarfélaga.

Ekki er um breytingu á kjarasamningi að ræða og taka launabreytingarnar gildi frá 1. janúar 2006 og voru leiðréttingar greiddar í sérstakri aukalaunakeyrslu 21. febrúar. Kostnaðarauki Seltjarnarnesbæjar vegna þessara launabreytinga nemur rúmum 40 milljónum króna á ári.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?