Í ljósi fréttaumfjöllunar um úttekt ASÍ á breytingu leikskólagjalda 2020-2021 þar sem vísað er í að prósentuhækkun sé hæst á Seltjarnarnesi er vakin athygli á þeirri staðreynd að gjöldin á Seltjarnarnesi eru þau þriðju lægstu - sjá töflu.
Að gefnu tilefni og í ljósi fréttaumfjöllunar, um úttekt ASÍ á breytingum leikskólagjalda 2020-2021, þar sem fram kom að hækkun almennra leikskólagjalda ásamt fæði væri hæst á Seltjarnarnesi eða 11%.
Það fór hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að almenn leikskólagjöld með fæði eru þau þriðju lægstu á Seltjarnarnesi eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Seltjarnarnesbær er í þriðja sæti á eftir Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ.
Prósentuhækkunin ein og sér segir því ekki allan sannleikann um hvað Seltirningar eru að greiða fyrir þjónustuna í samanburði við íbúa annarra sveitarfélaga.