Seltjarnarnesbær hlaut í gær viðurkenninguna Jafnvægisvogin en um er að ræða hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) og var kynnt í gær af Elizu Reid á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til þrjátíu og átta fyrirtækja, sjö sveitarfélaga og átta opinberra aðila úr hópi þeirra 152 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2020 hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hafa náð markmiðunum um 8 á milli ára. Auk þess vekja þátttakendur í Jafnvægisvoginni athygli á jafnréttismálum innan sinna fyrirtækja með ýmsum öðrum hætti.
Hér má sjá fréttatilkynningu FKA í heild sinni.
Mikil ánægja er með þessa viðurkenningu innan Seltjarnarnesbæjar enda markvisst unnið að því að tryggja jafna stöðu kynjanna. Seltjarnarnesbær hlaut til að mynda Jafnlaunavottun í desember 2020.
Ari Eyberg mannauðsstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.