Fara í efni

Seltjarnarnesbær gerist Heilsueflandi samfélag!

Það er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi.

Alma D Möller og Ásgerður HalldórsdóttirÞað er gaman að segja frá því að fyrir skömmu varð Seltjarnarnesbær formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis í húsnæði Vivaldi vallarins á Seltjarnarnesi. Myndirnar voru teknar við það tækifæri en auk landlæknis og bæjarstjóra fögnuðu nokkrir bæjarfulltrúar, starfsmenn og fulltrúar Gróttu þessum spennandi áfanga.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Nánar um Heilsueflandi samfélag

Við undirritun aðildar að Heilsueflandi samfélags, hópmyndMeð Seltjarnarnesbæ eru 23 sveitarfélög aðilar að Heilsueflandi samfélagi og skuldbinda sig þannig til að efla heilsu og vellíðan íbúa sinna með markvissum hætti. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Nánar um Heimsmarkmiðin

Nú er unnið að því með fulltrúa landlæknisembættisins að útfæra betur hvernig Seltjarnarnesbær getur best uppfyllt markmiðin og verður það kynnt sérstaklega fyrir íbúum við fyrsta tækifæri.

Kynning á Heilsueflandi samfélagi Seltjarnarness 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?