Fara í efni

Seltjarnarnesbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli í dag

Í dag, miðvikudaginn 9. apríl, eru 40 ár liðin frá því að Seltjarnarnesbær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Deginum er fagnað víða um bæinn með dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Seltjarnarnresbær 40 áraÍ dag, miðvikudaginn 9. apríl, eru 40 ár liðin frá því að Seltjarnarnesbær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Deginum er fagnað víða um bæinn með dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans frú Dorrit Moussaieff  munu heiðra Seltirninga með nærveru sinni en kl. 13 munu þau heimsækja grunnskólabörn í Mýrarhúsaskóla og taka þátt í hátíðarhöldum með þeim. Auk þess mun Ólafur Ragnar flytja Seltirningum afmælisávarp á hátíð á Eiðistorgi sem fram fer milli kl. 17-19 og þá hafa forsetahjónin þekkst boð um að sækja tónleika með Selkórnum og lengra komnum nemendum úr Tónlistarskóla Seltjarnarness í Seltjarnarnesskirkju kl. 20.

Bærinn hefur verið skreyttur hátt og lágt af þessu tilefni, stofnanir og fyrirtæki opna dyrnar og bjóða bæjarbúum upp á afslætti og ýmiskonar tilboð. Seltirningar eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta þeirra veitinga og skemmtiatriða sem boðið er upp á.

Nánari upplýsingar um afmælisdagsrkánna má finna hér: http://www.seltjarnarnes.is/dagskra-afmaelisars

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?