Jón Snæbjörnsson hefur gefið Seltjarnarnesbæ akker sem lengstum hefur verið í garði foreldra hans í Nýlendu, þeim sem þar hafa búð eða gist til mikil augnayndis og er það von hans að Seltirningar og aðrir sem um Nesið ferðast njóti þess en það er nú á Norðurströnd upp af Nýjabæjarvör, í landi sem áður tilheyrði Nýjabæ en Amma Jóns, Bryndís Ó. Guðmundsdóttir f. 20.06.1900 d. 23.06.1966 og afi, Jón Guðmundsson f.14.03.1899 d.27.07.1964 voru síðustu ábúendur Nýjabæjar.
Ekki er vitað um uppruna þessa akkeris, sem náð var af botni Súgandafjarðar um 1960.
Hreinn Sigurjónsson og gefandinn, Jón Snænjörnsson huga að, hvernig
hentugast sé að hífa akkerið úr Nýlendu-garðinum c) 2011 Sinæbjörn
Ásgeirsson
Akkerið komið á loft og Jón hugar að ummerkjum, sem akkerið skildi eftir.
c) 2011 Snæbjörn Ásgeirsson
Steinunn Árnadóttir og Hreinn Sigurjónsson, við hlið akkerisins – komið á
sinn framtíðarstað c) 2011 Snæbjörn Ásgeirsson
Nýjabæjarvör var á árum áður m.a. nýtt til uppskipunar á saltfiski úr Kútter
Bergþóru, sem skráð var frá Nýjabæ. Upp af vörinni var þurkreitur, þar sem
saltfiskurinn var þurkaður, þeirra tíma sólþurkun á fiski. (c) 2011 Snæbjörn
Ásgeirsson