Fara í efni

Seltjarnarnesbær eykur niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum.

Börn að leikSeltjarnarnesbær hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum.

Eftir samþykktina greiðir Seltjarnarnesbær kr. 33.115 með börnum hjóna/sambúðarfólks,kr. 46.360 með börnum einstæðra foreldra og námsmanna og kr. 41.395 með börnum þar sem annað foreldrið er í námi eða systkini eru bæði í einkareknum leikskóla.

Hækkunin miðar að því að auka valfrelsi foreldra um hvaða leikskóla börn þeirra sækja en engir biðlistar eru í leikskólum Seltjarnarness.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?