Fara í efni

Seltjarnarnesbær býður framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008.

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008.

Seltjarnanesbær leggur þar með sitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að bættu umhverfi og minni mengun. Með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó er verið að kynna kosti almenningssamganga og undirstrika mikilvægi umhverfisvitundar ungmenna. Frítt í strætó í heilt skólaár samsvara um 30.000 króna styrk til hvers framhalds- og háskólanema sem býr á Seltjarnarnesi.

Gefin verða út strætókort á nafni hvers nemanda sem gilda út skólaárið. Nemendafélög í framhaldsskólum og stúdentaráð í háskólum sjá um dreifingu kortanna sem hefst í næstu viku.

Er það einlæg von bæjaryfirvalda Seltjarnarness að nemarnir nýti sér boðið, spari bílakaup, hugi að umhverfinu og njóti þess að slappa af í heitum strætisvagni á leið í skólann.

Nánari upplýsingar: http://www.rvk.is/betristraeto/




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?