Fara í efni

Seltjarnarnesbær býður bæjarbúum upp á fyrirlestur um Gunnlaugssögu Ormstungu á vefnum

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness ásamt Sólveigu Pálsdóttur formanni menningarnefndar kynntu sl. miðvikudag vefverkefni sem felst í því að Seltjarnarnesbær býður bæjarbúum upp á fyrirlestur um Íslendingasöguna Gunnlaugssögu Ormstungu á vef bæjarins

Gunnar Páll, Þórisson, S´lveig Pálsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Ágúst ÞórðarsonÁsgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness ásamt Sólveigu Pálsdóttur formanni menningarnefndar kynntu sl. miðvikudag vefverkefni sem felst í því að Seltjarnarnesbær býður bæjarbúum upp á fyrirlestur um Íslendingasöguna Gunnlaugssögu Ormstungu á vef bæjarins.

Fyrsti hluti fyrirlestrarins var opnaður við góðar undirtektir hjá félagsstarfi aldraðra á Skólabraut.

Seltjarnarnesbær hefur verið í fararbroddi sveitarfélaga hvað varðar rafræna stjórnsýslu með vefsvæðinu Rafrænt Seltjarnarnes. Með þessu verkefni er rafræna þjónustan víkkuð út yfir í menningarmál og afþreyingu. Seltirningar geta nú notið Gunnlaugssögu Ormstungu í fylgd Magnúsar Jónssonar.

Hugmyndin að baki verkefninu er að færa menningartengdan fróðleik og afþreyingu heim til fólks um vefinn.

Áheyrendur að fyrirlesti um Gullaugssögu OrmstunguFyrirlesturinn er í þremur hlutum og var fyrsti hlutinn opnaður sl. miðvikudag. Viku síðar verður annar hlutinn opnaður og lokahlutinn verður aðgengilegur miðvikudaginn 4. nóvember.

Að verkefninu standa auk Seltjarnarnesbæjar félagið Söguvefur og Lífsmynd kvikmyndagerð en Valdimar Leifsson annaðist kvikmyndagerð og frágang myndefnis. Fyrirlesturinn var tekinn upp á Bókasafni Seltjarnarness og myndefni var einnig tekið á söguslóðum í Borgarfirði og á Þingvöllum.

Félagið Söguvefur er með vefsvæði í smíðum þar sem ætlunin er að bjóða öllum aðgang að sögutengdum fróðleik. Sagan um Gunnlaug Ormstungu er fyrsta verkefnið og fyrirhugað er að kvikmynda fleiri á komandi misserum. Einnig má nefna að Söguvefur hefur í hyggju að kvikmynda leiðsögn um áhugaverðar gönguleiðir á söguslóðum. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?