Nýlega færðu fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ Fjölsmiðjunni um það bil 50 tölvur og annan tölvubúnað, sem bærinn var að skipta út.
Nýlega færðu fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ Fjölsmiðjunni um það bil 50 tölvur og annan tölvubúnað, sem bærinn var að skipta út. Tölvurnar voru flestar 7-8 ára gamlar en með gjöfinni uppfyllir bærinn umhverfisstefnu um endurnýtingu efnis auk þess að leggja sitt af mörkum til samfélagslegra málefna.
Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-24 ára þar sem þeim gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Innan smiðjunnar er starfrækt rafdeild sem fer yfir öll raftæki sem henni berst og afhendir ýmist eftir lagfæringar í Góða hirðinn eða rífur niður fyrir Efnamóttökuna gegn gjaldi. Deildin er rekin í góðri samvinnu við Efnamóttökuna, Sorpu og Góða hirðinn.
Á myndinni er tölvubúnaðurinn sem Seltjarnarnesbær gaf ásamt fulltrúa Seltjarnarness, Soffíu Karlsdóttur, sviðsstjóri menningar- og upplýsingasviðs, deildarstjóra Fjölsmiðjunnar Þorleifi J. Guðjónssyni og starfsmönnum hennar.