Lið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga, keppir á móti Borgarbyggð föstudagskvöldið 23. janúar í beinni útsendingu úr Sjónavarpssal.
Lið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga, keppir á móti Borgarbyggð föstudagskvöldið 23. janúar í beinni útsendingu úr Sjónavarpssal.
Liðið er skipað Karli Pétri Jónssyni ráðgjafa, Sögu Ómarsdóttur markaðsfulltrúa hjá Icelandair og Stefáni Eiríkssyni sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Seltirningar eru hvattir til að mæta í áhorfendasal Sjónvarpsins og standa við bakið á sínu fólki. Seltjarnarnesbær sendir keppendum baráttukveðjur og óskar þeim góðs gengis í viðureigninni.