Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar keppa í Útsvari næstkomandi föstudagskvöld.
Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar keppa í Útsvari næstkomandi föstudagskvöld en andstæðingarnir koma úr Hvalfjarðarsveit. Seltirningar eru hvattir til að hvetja sitt fólk og mæta í áhorfendasal sjónvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sjónvarpinu þurfa áhorfendur að vera mættir um kl. 19 í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Nýir liðsmenn keppa nú fyrir hönd bæjarins en það eru þau Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Saga Ómarsdóttir viðskiptafræðingur og markaðsfulltrúi hjá Icelandair og Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Seltjarnarnesbær sendir fulltrúum sínum hvatningarkveðjur og óskar þeim góðs gengis í viðureigninni.