Fara í efni

Seltjarnarnes í sókn

Seltjarnarnes er greinilegur hástökkvari í einkunnagjöf Vísbendingar um Draumasveitafélagið, en það fer úr 9. sæti árið 2012 í 2. sæti árið 2013.

Seltjarnarnes er greinilegur hástökkvari í einkunnagjöf Vísbendingar um Draumasveitafélagið, en það fer úr 9. sæti árið 2012 í 2. sæti árið 2013. 


Ástæðurnar má rekja til þess að Seltjarnarnes er með lægstu útsvarsprósentu á landinu eða 13,66%, sem vegur hvað þyngst á vogarskálum þeirrar reiknireglu sem Vísbending leggur til grundvallar matinu. 

Ýmsir þættir, sem íbúar Seltjarnarnes njóta umfram önnur sveitarfélög, svo sem eins og lægsti hitaveitukostnaður á landinu og næstlægsti fasteignaskatturinn, eru hins vegar ekki teknar inn í forsendur Vísbendingar.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?