Fara í efni

Seltjarnarnes er Draumasveitarfélagið 

Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur valið Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2013, en í mörg ár hefur tímaritið skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið þeim einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaga árið 2013.
Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur valið Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2013, en í mörg ár hefur tímaritið skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið þeim einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaga árið 2013.

Fyrst sveitarfélaga til að fá yfir 9,0
Seltjarnarnesbær fær einkunnina 9,3 og er eina sveitarfélagið sem fær yfir 9,0 og jafnframt það fyrsta til að kljúfa þann múr eftir því sem næst verður komist. Árið 2012 hafnaði Seltjarnarnesbær í öðru sæti og var þá jafnframt valinn hástökkvari sveitarfélaganna. Árangurinn sýnir aga í fjármálum bæjarins og í bréfi bæjarstjóra, Ásgerðar Halldórsdóttur, þar sem hún þakkar starfsmönnum bæjarins segir hún þessa niðurstöðu styrkja starfsmenn í því starfi sem framundan er auk þess að hvetja þá til dáða. 
 
Fimm forsendur Vísbendingar
Þær forsendur sem tímaritið Vísbending leggur til grundvallar valinu á Draumasveitarfélaginu eru þessar:
1. Skattheimtan þarf að vera sem lægst.
2. Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar.
3. Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%.
4. Hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0.
5. Veltufjárhlutfall sé nálægt 1.0.

Hitaveitukostnaður og fasteignaskattur með því lægsta á landinu
Seltjarnarnes er með lægstu útsvarsprósentu á landinu eða 13,66% og frá árinu 2012 til 2013 varð 1,4% fjölgun íbúa. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags og er Seltjarnarnes með hlutfallið 28% sem er með því lægsta sem gerist á landinu. Þess má enn fremur geta að ýmis lífsgæði, sem íbúar Seltjarnarness njóta umfram önnur sveitarfélög, svo sem eins og afar lágur hitaveitukostnaður og fasteignaskattur, eru ekki teknar inn í forsendur Vísbendingar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?