Fara í efni

Seltirningur vann opna Coca-Cola mótið í golfi.

Seltirningurinn Lárus Gunnarsson vann opna Coca-Cola mótið 14. ágúst síðast liðinn.

 Larus-Gunnarsson,-golfari

Seltirningurinn Lárus Gunnarsson vann opna Coca-Cola mótið 14. ágúst síðast liðinn.  
Þetta er elsta opna golfmótið á landinu og var nú haldið upp á 50 ára afmæli í vægast sagt
bálhvassri norðanátt.  Af þeim 106 kylfingum sem skráðu sig til leiks mættu allir til leiks.  Skor leikmanna var í takt við veðrið og var aðeins einn kylfingur, Seltirningurinn Lárus Gunnarsson úr Nesklúbbnum sem náði að leika völlinn undir 80 höggum en hann lék á 78 höggum.  Hann sigraði einnig í höggleiknum með forgjöf þar sem hann var á 71 höggi nettó.  Helstu úrslit í mótinu má nálgast á heimasíðu   http://www.http/nkgolf.is.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?