Það var kátt á hjalla í Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 11. maí þegar hljómsveit Geirmunds Valtýssonar hélt þar fjölskylduball síðdegis
Það var kátt á hjalla í Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 11. maí þegar hljómsveit Geirmunds Valtýssonar hélt þar fjölskylduball síðdegis
Að dansleiknum stóðu Seltjarnarneskirkja og Seltjarnarnesbær, en fyrr um daginn var viðamikil afmælisdagskrá hjá kirkjunni þar sem vinasöfnuður frá Sauðárkróki tók þátt í guðsþjónustu og kirkjukórinn stóð fyrir tónleikahaldi.
Fjöldi fólks lagði leið sína á ballið og naut þess að dansa og syngja undir lögum Geirmundar sem allir kunnu.