Fara í efni

Seltirningar sigruðu í Stóru upplestrarkeppninni 2014

Kári Rögnvaldsson í Valhúsaskóla bar sigur úr býtum í Stóru upplestararkeppninni 2014 sem haldin var í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 26. mars
Gunnar Bergmann Sigmarsson, Kári Rögnvaldsson og Sigurlaug BrynjúlfsdóttirKári Rögnvaldsson í Valhúsaskóla bar sigur úr býtum í Stóru upplestararkeppninni 2014 sem haldin var í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 26. mars, en keppendur voru þrettán talsins. Í öðru sæti var Sigurlaug Brynjúlfsdóttir einnig úr í Valhúsaskóla og Gunnar Bergmann Sigmarsson Flatakóla hafnaði í 3. sæti.

Keppendurnir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. 

Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð að eigin vali eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og ljóð að eigin vali.

Var til þess tekið hversu vel allir þátttakendur stóðu sig. Hátíðinni lauk með því að lesarar fengu bókargjöf og sigurvegarar auk þess peningaverðlaun og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.

Er sigurvegurunum óskað innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?