Fara í efni

Seltirningar mæta Reykvíkingum

Lið Seltirninga í Útsvari er komið í undanúrslit og keppir föstudagskvöldið 21. mars við lið Reykvíkinga. Ljóst er að um tvö sterk lið er að ræða og því má búast við dramatískri viðureign
Lið Seltirninga í Útsvari er komið í undanúrslit og keppir föstudagskvöldið 21. mars við lið Reykvíkinga. Ljóst er að um tvö sterk lið er að ræða og því má búast við dramatískri viðureign. Seltirningum er boðið að koma í sjónvarpssal og fylgjast með keppninni og hvetja sitt lið til sigurs. Mæting er kl. 19:30 í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1 kl. 19:30, en útsending hefst rúmlega 20:00.

Lið Seltirninga skipa þau Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Saga Ómarsdóttir markaðsfulltrúi hjá Icelandair og Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. 

Er þeim óskað góðs gengis í viðureigninni.

Stefán Eiríksson, Saga Ómarsdóttir og Karl Pétur Jónsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?