Fara í efni

Seltirningar á Eldborgarsviðinu

Tónlistarnemar úr Tónlistarskóla Seltjarnarness voru valdir til að koma fram á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 14. apríl.
Tónlistarnemar úr Tónlistarskóla Seltjarnarness voru valdir til að koma fram á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 14. apríl. Er þetta í þriðja sinn, af fjórum mögulegum, sem nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness eru valdir til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar. 

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes voru haldnir  í sal fjölbrautarskólans á Suðurlandi á Selfossi laugardaginn 16. mars og voru sjö atriði af 25 valin til flutnings á lokatónleikunum. 

Fulltrúi Tónlistarskóla Seltjarnarness í keppninni var Björgvin Ragnar Hjálmarsson saxófónleikari og með honum léku Ingólfur Arason á rafgítar, Helgi Guðjónsson á rafbassa og Sölvi Rögnvaldsson á slagverk. Björgvin og félagar útsettu og léku verk sem þeir nefndu SPRENGISANDSHVIÐU.  

Björgvin Ragnar Hjálmarsson, Ingólfur Arason, Helgi Guðjónsson og Sölvi Rögnvaldsson

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla, er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þátttakendur eru frá öllu landinu og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?