Fara í efni

Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða á höfuðborgarsvæðinu

Seltjarnarnesbær tilheyrir nú HEF Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Öll umsjón með hundahaldi flyst til Heilbrigðiseftirlitsins sömuleiðis.

Seltjarnarnesbær tilheyrir nú HEF Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis , sem Seltjarnarnes var hluti af, var sameinað öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum þann 1. janúar 2022 og heilbrigðisnefnd svæðisins lögð niður. Kjósarhreppur færðist þá undir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands en Mosfellsbær og Seltjarnarnes færðust undir Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Núverandi leyfi og ákvarðanir á Kjósarsvæði halda gildi sínu en færast undir viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði. Ef sækja þarf um ný leyfi eða endurnýja þarf leyfi skal sækja um á heilbrigdiseftirlit.is sem er heimasíða Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

 

Umsjón með hundahaldi:

Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið yfir umsjón með hundahaldi á Seltjarnarnesi og framvegis er því sótt um leyfi til hundahalds á vefsíðu Heilbrigðiseftirlitsins þar sem ennfremur er að finna samþykkt um hundahald og gjaldskrá.  


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?