Fara í efni

Sameiginleg fjárhagsáætlun meiri- og minnihluta.

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða í gær. En meiri- og minnihluti unnu sameiginlega að gerð áætlunarinnar. Megináherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn og velferðarþjónustu Seltjarnarnesbæjar.

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða í gær. En meiri- og minnihluti unnu sameiginlega að gerð áætlunarinnar. Megináherslur í fjárhagsáætlun 2012 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um grunn og velferðarþjónustu Seltjarnarnesbæjar.

Við  fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2013-2015. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur 22 mkr. Útsvarsprósenta á árinu 2012 er 14,18%, sem er undir leyfilegu hámarksútsvari sem er 14,48%. Útsvarstekjur eru áætlaðar 1.725 mkr. Tekjur af fasteignasköttum eru áætlaðar 201 mkr., sem er sama álagningarhlutfall og árið 2011. Við áætlun útsvars er gert ráð fyrir að útsvarstekjur munu hækka í takt við almennar launahækkanir. Á móti hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélagið.

Við gerð áætlunarinnar var haldið áfram að leita allra leiða til þess að mæta samdrætti í tekjum bæjarins og kostnaðarhækkunum.  Vandlega var farið yfir einstök rekstrarsvið og útgjaldaþætti í þeim tilgangi að ná fram enn meiri rekstrarhagræðingu, draga úr kostnaði og takast á við áleitnar spurningar um eðli, tilgang og réttmæti þeirra.

Bæjarfélagið hefur undanfarið reynt að halda uppi óbreyttu þjónustustigi með minna fé til ráðstöfunar. Dregið hefur verið úr yfirbyggingu rekstrarins. Ströng hagræðingarkrafa er gerð til yfirstjórnar, sem og stjórnunardeilda stofnana sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar fá ekki greidd nefndarlaun fyrir árið 2012. Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar tekur að sér aukin verkefni auk þess sem áhersla er lögð á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná fram sem mestri rekstrarhagræðingu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?