Nýjar hugmyndir um hlutverk safnhússins á Seltjarnarnesi, sem áður stóð til að hýsti lækningaminjar, hafa skotið upp kollinum eins og fram kom á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Nýjar hugmyndir um hlutverk safnhússins á Seltjarnarnesi, sem áður stóð til að hýsti lækningaminjar, hafa skotið upp kollinum eins og fram kom á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Er þar horft til Náttúruminjasafns Íslands sem lengi hefur verið á hrakhólum en hugmyndin kom fyrst fram í opinberri fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns í febrúar á síðasta ári. http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120223T103818.html
Rökin fyrir staðsetningu safnsins á Seltjarnarnesi felast helst í því að tengsl við opin svæði eru mikil og gefur staðsetning safninu aukið vægi og sýningarhaldi mýmörg tækifæri. Þannig getur náttúrugripasýning teygt sig út í umhverfið og beint sjónum að tengslum manns og náttúru.
Á Seltjarnarnesu eru stærstu gróðurlendin tún og graslendi, en innan bæjarmarkanna hafa verið skráðar 140 tegundir plantna sem er um 32% íslensku flórunnar. Fuglalífið á Seltjarnarnesi er sérlega fjölskrúðugt og byggðu svæðin hafa mikið útivistargildi og njóta sífellt meiri vinsælda meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. http://visir.is/vilja-natturugripasafn-a-nesid/article/2013701189935