Fara í efni

Röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda

Vegna mistaka við vinnslu febrúarblaðs Nesfrétta birtist röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda í blaðinu. Auglýsingin sem birtist var um álagningu ársins 2005 í stað ársins 2006. Rétt auglýsing mun birtast í næsta blaði og vill útgáfufélagið, Borgarblöð, biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.

Vegna mistaka við vinnslu febrúarblaðs Nesfrétta birtist röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda í blaðinu. Auglýsingin sem birtist var um álagningu ársins 2005 í stað ársins 2006. Rétt auglýsing mun birtast í næsta blaði og vill útgáfufélagið, Borgarblöð, biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.

Hér má sjá rétta auglýsingu:

Álagning fasteignagjalda hjá Seltjarnarnesbæ 2006

Fasteignaskattur:

  1. Skattflokkur A: 0,240%      
  2. Skattflokkur B: 0,440%       
  3. Skattflokkur C: 1,120%

Notuð verður heimild til þess að lækka fasteignaskatt hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. Til að sækja um lækkun skal skila afriti af skattframtali 2006 vegna tekna 2005 á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Afslátturinn er miðaður við heildartekjur einstaklings / hjóna og fer stiglækkandi með hækkandi tekjum.

Dæmi: 

Hjá einstaklingum með tekjur allt að:     
kr. 1.573.155  100% niðurfelling af fasteignaskatti.

Dæmi:

Hjá hjónum með tekjur allt að: kr. 2.116.205  100% niðurfelling af fasteignaskatti

Niðurfelling lækkar um 1% við hverjar 5.698  kr. sem tekjur hækka og fellur niður er tekjur ná hjá einstaklingum kr. 2.160.624 og hjá hjónum  kr. 2.703.674 .

Vatnsskattur:

0,115% af fasteignarmati fullbúinnar eignar.      
Aukavatnsskattur leggst á stórnotendur samkv. mæli kr. 22,- pr. m3                                          

Sorpgjöld:

Fyrir íbúðarhúsnæði     kr. 7.000*

Fyrir atvinnuhúsnæði    kr. 7.000*

Stórnotendur greiða eftir magni sorps.

*Sorphreinsunargjald  kr. 1.200  og  urðunargjald   kr.  6.000,-

Lóðarleiga:

Gjald af leigulóðum frá 0,35% -1,50%

Holræsagjald:

Ekki álagt.

Gjalddagar:

Gjalddagar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi eru sex talsins: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. júlí.

 

Minnt er á að handhafar kreditkorta geta sett fasteignagöld á boðgreiðslur kjósi þeir það. Viðeigandi eyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins til útprentunar og má senda það útfyllt á faxi (595 9101) eða í pósti til Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.

Þeir sem gengið hafa frá boðgreiðslusamningum fá ekki senda greiðsluseðla heldur verða gjöldin innheimt á greiðslukortareikningum eins og fyrr.

Gjaldendur - Gerum skil á réttum gjalddögum  og spörum okkur óþarfa innheimtuaðgerðir og kostnað


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?