Veitur munu í næstu viku vinna í Gróttu til að tryggja rekstraröryggi vitans. Þar er rafstrengur sem þarf að færa vegna ágangs sjávar og vitinn verður tengdur við jarðstreng. Tveir rafmagnsstaurar verða teknir niður í eynni sjálfri, en ekki stendur til að fjarlægja staurana sem standa á milli Gróttu og lands.
Um verkefnið:
Veitur færa rafstreng sem er skemmdur og í hættu vegna ágangs sjávar við landtökuna. Grafa þarf um 40 metra við landtöku við Sjóhús til að tryggja rafmagn fyrir eyjuna. Vitinn verður tengdur við jarðstreng sem þegar er til staðar. Við Fræðasetur og vitann sjálfan þarf að grafa holur til að tengja við strenginn sem liggur þar.
Samhliða þessu mikilvæga verki fyrir rekstur vitans sem er mikilvægur öryggi sjófarenda verður loftlínan í Gróttu sjálfri tekin niður. Þá eru grafnar litlar holur við staurana tvo til að ná þeim upp.
Það stendur ekki til að taka niður staura sem eru á milli Gróttu og lands.
Gengið verður frá öllu yfirborði að verki loknu og unnið í samræmi við kröfur umhverfisstofnunar í eynni.
Vinnusvæði: Við Albertsbúð, Fræðasetur og Gróttuvita.
Tímaáætlun: September og október 2024
Yfirumsjón með verki: Hilmar Jónsson
Samskipti varðandi verkið: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna
Kveðja frá starfsfólki Veitna