Fara í efni

Rauð viðvörun og hættustig almannavarna vegna aftakaveðurs á morgun mánudaginn 7. febrúar

Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni og reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður utan lágmarksmönnunar vegna neyðarþjónustu, löggæslu o.þ.h. Sundlaug og íþróttamiðstöð verða lokaðar til hádegis.
English  below

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum, en það er tímafrekt að ryðja húsgötur.

Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Sundlaugar og íþróttamannvirki verða ennfremur lokuð til hádegis samkvæmt ákvörðun aðgerðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins og á það við um Sundlaug Seltjarnarness og íþróttamiðstöðina.

Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar.





ENGLISH:
The National Commissioner of the police has activated an alert level of risk from the department of Civil Protection and Emergency Management tomorrow, Monday the 7th of February due to dangerous weather conditions.
The meteorological office has issued a red weather warning in Reykjavík, capital region, South Iceland and Faxaflói due to a severe gale or storm and blizzard conditions. This means people should not be outside unless absolutely necessary.

The red weather warning will be lifted as the weather improves in the morning. However, it is expected that roads will be impassable. It is important that people remain at home while roads are being cleared, as road clearing is consuming. People should follow and await information regarding road conditions.

Regular school and after school programs will be cancelled although kindergartens and elementary schools will open with minimal staffing for people who necessarily need day-care for their children – meaning people that tend to emergency services, police officers, fire fighters and rescue team members participating in search and rescue.

More information regarding weather warnings can be found on the Meterological office‘s website:







Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?