Fara í efni

RAUÐ veðurviðvörun í dag/kvöld og appelsínugul sitthvoru megin við

Foreldrar gæti að börnin komist heil heim úr skóla og frístundastarfi. Íbúar gæti að öllum lausamunum og að hreinsa frá niðurföllum s.s. á plönum og í botnlöngum en gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og hláku. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar eru á ferðinni að opna niðurföll og hálkuverja.
ATHUGIÐ! Komin er RAUÐ veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag/kvöld sem og appelsínugul bæði á undan og á eftir þeirri rauðu. Foreldrar gæti þess að börnin komist heil heim úr skóla og frístundastarfi. Íbúar eru beðnir um að gæta að öllum lausamunum sem og að hreinsa frá öllum niðurföllum s.s. á plönum og í botnlöngum sem ekki eru í eigu bæjarins en gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og hláku.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar eru á ferðinni um Seltjarnarnesið í allan dag að opna niðurföll og hálkuverja. Þeir munu fara af stað eins fljótt og hægt verður í fyrramálið í sama tilgangi. Gera má ráð fyrir mikilli hálku svo farið varlega!



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?