Fara í efni

Öskufok/öskumistur – leiðbeiningar

Á síðu Landlæknisembættsins eru leiðbeiningar um hvað eigi að gera og hvað ekki í öskufoki. Þar kemur m.a. fram að þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 sé rétt að hafa eftirfarandi í huga:

Á síðu Landlæknisembættsins eru leiðbeiningar um hvað eigi að gera og hvað ekki í öskufoki. Þar kemur m.a. fram að þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 sé rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Ekki er nauðsynlegt fyrir fullfrískt fólk að nota grímu þegar farið er á milli staða, s.s. út í búð eða þess háttar.
  2. Forðast langvarandi útiveru.
  3. Íþróttaiðkun og útivist sem felur í sér áreynslu, s.s. trimm og  erfiðar gönguferðir, getur valdið óþægindum í öndunarfærum.
  4. Stjórnendur íþróttaviðburða ættu að íhuga frestun móta við þessar aðstæður, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.
  5. Þeir sem nauðsynlega þurfa að dvelja langdvölum úti við ættu að íhuga að nota grímur (sjá leiðbeiningar um grímur að neðan).
  6. Ekki er mælt með langvarandi útiveru barna né að ungbörn sofi úti í vagni.

Sjá nánar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?