Fara í efni

Óskað er eftir tilnefningum um íþróttamann- og konu Seltjarnarness 2020 fyrir 10. janúar nk.

ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Kjörið fer fram þann 28. janúar nk.
ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Það er síðan í höndum fulltrúa Íþrótta- og tómstundanefndar að ákveða hverjir það eru sem hljóta tilnefningar. Eingöngu er unnið úr tilnefningum.

Skila þarf inn öllum upplýsingum og ábendingum til 10. janúar nk. á netfangið haukur@seltjarnarnes.is

Upplýsingar um þann sem er tilnefndur til Íþróttamanns Seltjarnarness þurfa að vera ítarlegar og það sem þarf að koma fram er:

  • Nafn, kennitala, heimili, sími og tölvupóstfang
  • Hversu lengi viðkomandi hefur stundað íþróttina/ir
  • Ástundun og hversu mikið er æft
  • Titlar eða árangur
  • Félagslega hliðin
  • Annað sem vilji er til að koma á framfæri
Einungis þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnes eiga möguleika á að vera tilnefndir, óháð því hvar íþróttin er stunduð.


Kjör íþróttamanns Seltjarnarness í kvenna- og karlaflokki 2020 fer fram fimmtudaginn 28. janúar 2021
Vegna óvissu um framvindu Covid-19 og samkomutakmarkanir þá verður sjálfur viðburðurinn auglýstur sérstaklega þegar nær dregur. 


Umsóknir um styrk úr Afreksmannasjóði
ÍTS óskar einnig eftir umsóknum um styrk úr Afreksmannasjóði íþróttamanna á Seltjarnarnesi. Umsóknir um styrki skulu berast til Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness fyrir 15. janúar ár hvert á þar til gerðum eyðublöðum á heimasíðu bæjarins undir íþrótta- og æskulýðsmál http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/umsoknir-og-eydublod/ eða á póstfangið haukur@seltjarnarnes.is. 

Hér má nálgast úthlutunarreglurnar: http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir/nr/3229

Með öllum umsóknum skal leggja fram ítarlega greinargerð um umsækjandann. 

Úthlutun úr afreksmannasjóði ÍTS fer fram á kjöri Íþróttamanns Seltjarnarness.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?