Fara í efni

Opinn fundur um jafnréttismál.

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í gær, þriðjudaginn 2. mars, í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd.
Ingólfur V. Gíslason

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í gær, þriðjudaginn 2. mars, í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd.

Á fundinum flutti Ingólfur V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands erindi sem hann nefndi: „Sérðu hvernig hann klæddi barnið“!! - Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans. Var fundurinn vel sóttur og urðu líflegar umræður eftir fróðlegt og lifandi erindi Ingólfs.

Í erindinu fjallaði Ingólfur um þær miklu og hröðu breytingar sem átt hafa sér stað í íslenskum fjölskyldum síðustu áratugi. Knattspyrnudeild Gróttu bauð fundarmönnum upp á kaffi og vöfflur.Fræðslufundur um jafnréttismál

 

 

 

 

 

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?