Fara í efni

Öll ungmenni sem sóttu um sumarstarf hjá bænum hafa fengið vinnu í sumar.

Þetta er fjórða árið í röð sem bæjarstjórn ákveður að bjóða öllum ungmennum, búsettum í bænum, sumarstarf.

Þetta er fjórða árið í röð sem bæjarstjórn ákveður að bjóða öllum ungmennum, búsettum í bænum, sumarstarf.

Stærsti hópurinn vinnur við ýmis störf hjá áhaldahúsinu. Aðrir starfa við leikja- og íþróttanámskeið, við garðyrkjudeild bæjarins, tölvukennslu og sinna ýmsum afleysingarstörfum við stofnanir bæjarins. Einnig verður starfandi hópur á sviði lista og menningar.

Ásgerður bæjarstjóri segir að reynslan af því að bjóða öllum ungmennum sumarstarf sé afar góð og starfsmenn bæjarins mjög ánægðir með þeirra vinnuframlag.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?